HM kvenna í Mexíkó – Fyrsti leikur Íslands

HM kvenna í Mexíkó – Fyrsti leikur Íslands

Birt: 04.04.2023Flokkar: FréttirMerki: , ,
OLIO6964

Ljósmynd: Ólafur Örn Þorgrímsson

 

Rétt eftir miðnætti að íslenskum tíma mættust Ísland og Mexíkó í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti kvenna, 2 deild A, í Mexíkó.

Fyrsti leikhluti

Leikurinn hófst strax af miklum hraða. Rúmar 5 mínútur eru liðnar þegar stelpurnar lenda manni færri. Þær verjast vel og komast meira að segja í skyndisókn nokkrum sinnum en ná ekki að skora. Þær íslensku eru rétt orðnar fullmannaðar þegar Mexíkó missir leikmann af velli. Líklegast pirringur yfir að hafa ekki náð að skora manni fleiri. Ísland sækir en nær ekki að skora, þrátt fyrir flott spil og ágætis skot. 

Mexíkó er ný orðið fullmannað þegar fyrsta markið kemur. Leikmaður Mexíkó fer með pökkinn fyrir aftan mark Íslands. Fyrir framan markið er annar leikmaður Mexíkó mættur. Pökkurinn fer fyrir framan markið og eftir smá hnoð fer hann inn í íslenska markið. Staðan 0-1 fyrir Mexíkó. #7 Claudia Tellez skorar, með stoðsendingum frá #21 Giovanna Rojas og #12 Joanna Rojas.

Ekki urðu mörkin fleiri í fyrsta leikhluta. 

Pökkurinn lekur inn í mark Íslands. Ljósmynd: Ólafur Örn Þorgrímsson

Annar leikhluti 

Rétt fyrir lok fyrsta leikhluta misstu Mexíkó mann af velli og byrjar því Ísland manni fleiri. Stelpunum okkar tókst ekki að nýta mannfjöldan en eftir 7 mínútur jafna þær leikinn. Pökkurinn festist á milli leikmanna fyrir aftan mark Mexíkó. #8 Gunnborg Jóhannsdóttir nær að losa pökkinn og sendir hann út að bláu línunni þar sem #22 Guðrún Viðarsdóttir er. Guðrún tekur skotið frá bláu línunni. Pökkurinn breytir um stefnu þegar hann lendir á leikmanni Mexíkó og fer inn í markið. Staðan 1-1.

10 mínútum seinna verða smá átök á íslenska svæðinu sem skilar einum leikmanni úr hvoru liði í boxið. Spilað er 4 á 4 og eru íslensku stelpurnar í hörku sókn. Stuttu seinna er dæmt hooking á leikmann Mexíkó. Mexíkó spilar því manni færri, 3 á 4. Stelpunum tekst ekki að nýta tækifærið. Rétt eftir að fyrri leikmenn koma inn á misheppnast sending hjá Íslandi. #8 Bertha Gonzalez stelur pekkinum og fer í skyndisókn með #7 Claudia Tellez. Bertha sendir á Claudia sem er ein á móti #25 Birtu Helgudóttur í marki Íslands og setur pökkinn í netið. 1-2 fyrir Mexíkó. 

Guðrún Viðarsdóttir fagnar marki sínu. Ljósmynd: Ólafur Örn Þorgrímsson

Þriðji leikhluti

Stelpurnar mæta hungraðar til leiks í þriðja leikhlutanum og eykst harkan í kjölfarið. Rúmar 5 mínútur eru liðnar þegar íslensku stelpurnar, sem eru ný búnar að fá mann inn á, missa leikmann út af. Uppkast er á svæði Íslands. #23 Natalia Amaya vinnur uppkastið, en pökkurinn ratar ekki til samherja. Natalia nær pekkinum aftur og tekur skot í fjærhornið og skorar. Staðan 1-3 fyrir Mexíkó.

Tæpar 9 mínútur eru eftir af leiknum þegar Ísland verður manni færri, enn og aftur. Þrátt fyrir að vera manni færri komast íslensku stelpurnar í skyndisókn. #23 Sunna Björgvinsdóttir skautar upp vinstri vænginn inn á svæði Mexíkó og dregur í sig varnarmenn Mexíkó. #6 Brynhildur Hjaltested er þá komin í kjörið tækifæri til að skora og sendir Sunna pökkinn á Brynhildi sem skorar. Staðan 2-3 fyrir Mexíkó.

Ekki verða mörkin fleiri, þrátt fyrir powerplay tilraun Íslands í lokin.

Loka úrslit tap fyrir Mexíkó, 2-3.

Skemmtilegur leikur, þrátt fyrir tapið, og verður gaman að fylgjast með stelpunum okkar á mótinu.