Íshokkítímabilið komið á fulla ferð!

Íshokkítímabilið komið á fulla ferð!

7C2A5940

Hertz-deild kvenna

5 leikir eru búnir í Hertz-deild kvenna. SA tók á móti Fjölnis konum í fyrsta leik tímabilsins í æsispennandi leik þar sem norðan konur unni 5-4. Næst fékk SR SA í heimsókn í laugardalinn þar sem SA sigraði sinn annan leik 4-1. Fjölnir kom aftur norður með blóðbragð í munninum en stelpurnar í SA ákváðu að sýna hvað í þeim býr og vann sannfærandi 6-1 sigur. Fjölnir konur tóku á móti SR í fjórða leik tímabilsins og segja mætti Fjölnir hafi séð rautt eftir ósigurinn og sigruðu SR 6-0. SR hélt norður og spilaði jafnan leik við SA sem endaði 2-1 fyrir SA.

SA situr á toppi deildarinnar með 12 stig, Fjölnir með 3 stig og SR rekur lestina með 0 stig. 

Næstu leikir í Hertz-deild kvenna verða 6. og 7. október. Þá tekur Fjölnir á móti SA stelpum í Egilshöllinni og ætla sér að ná sér í nokkur stig á meðan þær hefna fyrir síðasta leik.

 

Hertz-deild karla

Aðeins 3 leikir eru búnir í Hertz-deild karla þetta tímabil. SR tók á móti Fjölni í Laugardalnum í fyrsta leik tímabilsins. Fjölnis menn gengu burt þaðan 3 stigum ríkari eftir 3-2 sigur. SR hélt svo norður í Skautahöllina á Akureyri þar sem SA ákvað að hefna fyrir síðasta leik, þar sem SR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. SA sigraði viðureignina 6-2. Möguleiki er að SR hafi verið með hugan annarsstaðar.

 

SR í Continental Cup

SR hélt út til Litháen þar sem þeir spiluðu 3 leiki í riðli sínum í Continental Cup. Þar mættu þeir þremur gríðarsterkum liðum.  Kaunas City frá Litháen, HC Panter Tallinn frá Eistlandi og KHL Zagreb frá Króatíu. SR endaði neðst í riðlinum en koma reynslunni ríkari til leiks í Hertz-deildina. Hægt er að skoða gang leikjanna og tölfræði á IIHF síðu Continental Cup.

 

Nýr leikmaður til liðs við kvennaliðs SR

SR bætti við sig nokkrum leikmönnum fyrir tímabilið. Þar á meðal er 25 ára leikmaður frá Kasakstan, Malika Aldabergenova. Malika hefur spilað lengst með Aisulu Almaty í heimalandinu. Einnig hefur Malika átt fast sæti í landsliði Kasakstan í gegnum árin og verður gaman að fylgjast með gengi hennar með SR í vetur.

 

SA skiptir um þjálfara

Bandaríkjamaðurinn Jaime Dumont hefur tekið við af Sami Lehtinen, sem hélt út til Þýskalands fyrir tímabilið. Jamie hefur langan þjálfara feril, allt frá háskóla deildinni í Bandaríkjunum, yfir til Ítalíu, Hollands og fleira. Jamie mun stjórna bæði karla og kvenna liðum SA og hafa yfirsýn með yngri flokka starfi klúbbsins. Hægt er að lesa meira um Jamie Dumont á síðu SA

 

Við hjá íshokkí.is erum glaðir að vera komnir aftur af stað og hlökkum til spennandi tímabils!