Hertz-deild karla – Fámennir Fjölnismenn heimsóttu SR
Hertz-deild karla – Fámennir Fjölnismenn heimsóttu SR
SR fagnar marki úr leik SR-SA. Ljósmynd: Hafsteinn Snær Þorsteinsson
Því miður varð leikur dagsins aldrei spennandi sem voru ákveðin vonbrigði því síðast þegar liðin mættust var hörkuleikur sem SR vann í framlengingu, 4-5.
Staðan varð orðin 3-0 eftir 6 mínútur fyrir SR. Emil Alengård, þjálfari Fjölnis, tók leikhlé en það gerði ekki betur en svo að leikhlutinn endaði 4-1.
Atvik varð fyrir lok leikhlutans þar sem Þorgils Eggertson, SR, taldi hafa verið brotið á sér en ekkert var dæmt. Þorgils hefur sagt eitthvað við dómara leiksins sem féll heldur betur í grýttan veg, enda fékk hann 10 mínútna persónulegan dóm + 2 mínútna dóm.
SRingar söknuðu þó ekki Þorgils í sókninni í annarri lotu en þeir bættu við 6 mörkum í lotunni. Þrátt fyrir erfiðleika gáfust Fjölnismenn ekki upp og skoru annað mark sitt eftir flotta skyndisókn. Staðan 10-2 fyrir SR.
Loka leikhlutinn var heldur rólegri en SR bætti aðeins við 2 mörkum til viðbótar. Lokastaða 12-2 fyrir SR.
Þrenna, nýr leikmaður, meiðsli og veikindi
Petr Stepanek skoraði þrennu fyrir SR. Nýr leikmaður SR spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið, Filip Krzak frá Tékklandi, en hann fékk leikheimild á leikdeginum. Filip stóð sig vel í fyrsta leiknum fyrir þá bláklæddu og skoraði 1 mark og var með 3 stoðsendingar.
Önnur erfið úrslit fyrir Fjölni, sem tapaði fyrir norðan 9-1 í síðasta leik sínum. Niðurstöðurnar koma kannski ekki á óvart þegar kemur í ljós að það vantar 2 línur hjá Fjölnismönnum. Það er erfitt að spila 60 mínútur á tveimur línum á móti full mönnuðum liðum. Fjölnir byrjaði tímabilið vel, en meiðsli og veikindi virðast vera að plaga þá. Við vonum innilega að leikmenn Fjölnis nái sér sem fyrst.
Mörk SR skoruðu: Petr Stepanek 3, Davids Krumins 2, Gunnlaugur Þorsteinsson 2, Markús Ólafsson 1, Kári Arnarsson 1, Daníel Magnússon 1, Arnar Steinsen 1 og Filip Krzak 1
Mörk Fjölnis skoruðu: Falur Guðnason og Drew Jakob Barron.