SA kom í veg fyrir framlengingu
SA kom í veg fyrir framlengingu
Fyrsti leikur dagsins fór fram fyrir norðan þegar SA tók á móti Fjölni í Hertz-deild kvenna. Liðin skiptu með sér 6 stigum síðast þegar þau mættust í tveimur leikjum og því mjög erfitt að spá fyrir hvoru meginn sigurinn myndi lenda.
Eftir gríðarlega jafnan og spennandi fyrsta leikhluta leiddi SA eftir skemmtilegt mark frá Ragnheiði Kjartansdóttur. Fjölniskonur áttu annan leikhlutann. Þær voru meira og minna í sókn allan leikhlutann. Þrátt fyrir mörg tækifæri til þess að jafna var það ekki fyrr en á loka sekúndum leikhlutans þar sem Laura Murphy jafnaði metin fyrir Fjölni.
Liðin skiptust á að sækja í loka lotunni og þegar leið undir lok mátti finna lyktina af framlengingu í loftinu. Rúmar tvær mínútur voru eftir þegar SA komst yfir með marki frá Kolbrúnu Björnsdóttur. Fjölnir tekur Karítas Halldórsdóttur, markmann Fjölnis, úr markinu og freista þess að jafna leikinn en Shawlee Gaudreault, markmaður SA, sá til þess að svo yrði ekki.
Úrslit 2-1 fyrir SA eftir gríðarlega jafnan og spennandi leik.
Hægt er að horfa á leikinn á youtube-rás ÍHÍ. Leikskýrsla kemur inn síðar.